Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 21. júlí 2024 22:04
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Sterkt að ná í sigur milli Evrópuleikja
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi.Ánægður með þrjú stig, fjögur góður mörk en ekki jafn ánægður með mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum getað komið í veg fyrir þau en fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn og milli evrópuleikja er bara mjög sterkt að ná í sigur og getum dreyft álaginu aðeins á mannskapinn." voru fyrstu viðbrögð Eyjólfar Héðinssonar aðstoðarþjálfara Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR Á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Ég er kannski fyrst og fremst ánægður með hvað við sköpuðum mörg færi og hefðum svo sannarlega getað skorað fleiri mörk og hefðum geta þarna á tímabili verið komnir í 5 jafnvel 6-1 miðavið færin sem við fengum, ég held að við höfum klúðrað tvisvar fyrir opnu marki en við sköpuðum þá þetta mörg færi og áttum mjög auðvelt með það."

„Ég hefði viljað loka betur til baka og ef þetta hefði ekki verið svona rosalega mikið fram og til baka, við hefðum viljað hafa meira control eins og ég segi áðan en það verður ekki á allt kosið. Þrjú stig og fjögurt mjög góð mörk og við tökum það með okkur og byggjum ofan á það fyrir leikinn á fimmtudaginn."

Breiðablik vann kærkomið sigur í kvöld en liðið hefur verið að hiksta aðeins í deildinni að undanförnu. 

„Þetta er búið að vera upp og niður. Síðustu þrír leikir hafa kannski ekki alveg verið jafn góðir og þar á undan. Við tókum einhverja átta leikja törn þar sem við söfnuðum mjög mörgum stigum og duttum síðan niður í síðustu þremur þannig það er gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Eyjólfur ræðir meðal annars um næsta Evrópuverkefni og leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner