De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 21. júlí 2024 22:04
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Sterkt að ná í sigur milli Evrópuleikja
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi.Ánægður með þrjú stig, fjögur góður mörk en ekki jafn ánægður með mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum getað komið í veg fyrir þau en fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn og milli evrópuleikja er bara mjög sterkt að ná í sigur og getum dreyft álaginu aðeins á mannskapinn." voru fyrstu viðbrögð Eyjólfar Héðinssonar aðstoðarþjálfara Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR Á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Ég er kannski fyrst og fremst ánægður með hvað við sköpuðum mörg færi og hefðum svo sannarlega getað skorað fleiri mörk og hefðum geta þarna á tímabili verið komnir í 5 jafnvel 6-1 miðavið færin sem við fengum, ég held að við höfum klúðrað tvisvar fyrir opnu marki en við sköpuðum þá þetta mörg færi og áttum mjög auðvelt með það."

„Ég hefði viljað loka betur til baka og ef þetta hefði ekki verið svona rosalega mikið fram og til baka, við hefðum viljað hafa meira control eins og ég segi áðan en það verður ekki á allt kosið. Þrjú stig og fjögurt mjög góð mörk og við tökum það með okkur og byggjum ofan á það fyrir leikinn á fimmtudaginn."

Breiðablik vann kærkomið sigur í kvöld en liðið hefur verið að hiksta aðeins í deildinni að undanförnu. 

„Þetta er búið að vera upp og niður. Síðustu þrír leikir hafa kannski ekki alveg verið jafn góðir og þar á undan. Við tókum einhverja átta leikja törn þar sem við söfnuðum mjög mörgum stigum og duttum síðan niður í síðustu þremur þannig það er gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Eyjólfur ræðir meðal annars um næsta Evrópuverkefni og leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner
banner