Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
   sun 21. júlí 2024 22:04
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Sterkt að ná í sigur milli Evrópuleikja
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi.Ánægður með þrjú stig, fjögur góður mörk en ekki jafn ánægður með mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum getað komið í veg fyrir þau en fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn og milli evrópuleikja er bara mjög sterkt að ná í sigur og getum dreyft álaginu aðeins á mannskapinn." voru fyrstu viðbrögð Eyjólfar Héðinssonar aðstoðarþjálfara Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR Á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Ég er kannski fyrst og fremst ánægður með hvað við sköpuðum mörg færi og hefðum svo sannarlega getað skorað fleiri mörk og hefðum geta þarna á tímabili verið komnir í 5 jafnvel 6-1 miðavið færin sem við fengum, ég held að við höfum klúðrað tvisvar fyrir opnu marki en við sköpuðum þá þetta mörg færi og áttum mjög auðvelt með það."

„Ég hefði viljað loka betur til baka og ef þetta hefði ekki verið svona rosalega mikið fram og til baka, við hefðum viljað hafa meira control eins og ég segi áðan en það verður ekki á allt kosið. Þrjú stig og fjögurt mjög góð mörk og við tökum það með okkur og byggjum ofan á það fyrir leikinn á fimmtudaginn."

Breiðablik vann kærkomið sigur í kvöld en liðið hefur verið að hiksta aðeins í deildinni að undanförnu. 

„Þetta er búið að vera upp og niður. Síðustu þrír leikir hafa kannski ekki alveg verið jafn góðir og þar á undan. Við tókum einhverja átta leikja törn þar sem við söfnuðum mjög mörgum stigum og duttum síðan niður í síðustu þremur þannig það er gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Eyjólfur ræðir meðal annars um næsta Evrópuverkefni og leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner
banner