Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 21. júlí 2024 22:04
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Sterkt að ná í sigur milli Evrópuleikja
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Eyjólfur Héðins, aðstoðarþjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara himinlifandi.Ánægður með þrjú stig, fjögur góður mörk en ekki jafn ánægður með mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum getað komið í veg fyrir þau en fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn og milli evrópuleikja er bara mjög sterkt að ná í sigur og getum dreyft álaginu aðeins á mannskapinn." voru fyrstu viðbrögð Eyjólfar Héðinssonar aðstoðarþjálfara Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR Á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Ég er kannski fyrst og fremst ánægður með hvað við sköpuðum mörg færi og hefðum svo sannarlega getað skorað fleiri mörk og hefðum geta þarna á tímabili verið komnir í 5 jafnvel 6-1 miðavið færin sem við fengum, ég held að við höfum klúðrað tvisvar fyrir opnu marki en við sköpuðum þá þetta mörg færi og áttum mjög auðvelt með það."

„Ég hefði viljað loka betur til baka og ef þetta hefði ekki verið svona rosalega mikið fram og til baka, við hefðum viljað hafa meira control eins og ég segi áðan en það verður ekki á allt kosið. Þrjú stig og fjögurt mjög góð mörk og við tökum það með okkur og byggjum ofan á það fyrir leikinn á fimmtudaginn."

Breiðablik vann kærkomið sigur í kvöld en liðið hefur verið að hiksta aðeins í deildinni að undanförnu. 

„Þetta er búið að vera upp og niður. Síðustu þrír leikir hafa kannski ekki alveg verið jafn góðir og þar á undan. Við tókum einhverja átta leikja törn þar sem við söfnuðum mjög mörgum stigum og duttum síðan niður í síðustu þremur þannig það er gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Eyjólfur ræðir meðal annars um næsta Evrópuverkefni og leikmannahópinn.


Athugasemdir
banner