Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 11:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Onana í læknisskoðun hjá Aston Villa
Mynd: EPA

Amadou Onana er í læknisskoðun hjá Aston Villa en hann er á leið til félagsins frá Everton.


Everton samþykkti tilboð frá Villa sem hljóðaði upp á í kringum 50 milljónir punda.

Onana er 22 ára gamall belgískur miðjumaður en hann hefur spilað 72 leiki fyrir Everton. Hann spilaði 37 leiki í öllum keppnum á síðusut leiktíð. Hann gekk til liðs við félagið frá Lille fyrir 30 milljónir punda árið 2022.

Hann spilaði með belgíska landsliðinu á EM í Þýskalandi en Belgía féll úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Frakklandi


Athugasemdir
banner
banner
banner