Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Mikið í gangi á markaðnum hjá Man Utd og Arsenal og margt fleira. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.
Man Utd er opið fyrir því að selja enska miðjumanninn Mason Mount, 25, í sumar. (HITC)
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot, 29, er nálægt því að semja við Man Utd eftir að hafa yfirgefið Juventus eftir að samningurinn hans rann út. (Goal)
Everton mun bjóða hinum 22 ára gamla enska varnarmanni Jarrad Branthwaite stórbættan samning til að bæta upp fyrir það að hann fór ekki til Man Utd. (Mirror)
Arsenal mun fá enska markvörðinn Tommy Setford, 18, frá Ajax áður en félagið fer í æfingaferð til Bandaríkjana. (Evening Standard)
Arsenal gefst ekki upp á því að eltast við ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori, 22, frá Bologna og hefur sett í næsta gír. (Athletic)
West Ham hefur náð munnlegu samkomulagi við franska miðjumanninn N'Golo Kante um kaup á þessum 33 ára gamla leikmanni Al-Ittihad. (Athletic)
Aston Villa er að undirbúa sölu á franska bakverðinum Lucas Digne, 31. (Football Insider)
Manuel Ugarte, 23, miðjumaður PSG, hefur komist að samkomulagi í samningaviðræðum við Man Utd en enska félagið heldur áfram að semja við franska félagið um kaup og kjör. (Fabrizio Romano)
Man Utd hefur sett 30 milljón punda verðmiða á skoska miðjumanninn Scott McTominay, 27. (Football Insider)
Danski miðjumaðurinn Jesper Lindstrom, 24, er á leið til Everton á láni frá Napoli út komandi tímabil. (CalcioMercato)
Brighton hefur verið í viðræðum við Inter Miami um kaup á miðjumanninum Diego Gomez, 21. (Sky Sports)
Birmingham City er með augastað á Luke Harris, 19, miðjumanni Fulham. (Football Insider)
Lille vill fá Marokkóan Nayef Aguerd, 28, frá West Ham til að fylla skarð franska varnarmannsins Leny Yoro, 18, sem gekk til liðs við Man Utd. (L'Equipe)
Chelsea ætlar að senda brasilíska miðjumanninn Andrey Santos, 20, aftur á lán til Strasbourg þegar æfingaferð enska félagsins til Bandaríkjanna lýkur. (Fabrizio Romano)
Everton ætlar að reyna kaupa enska miðjumanninn Kalvin Phillips, 28, frá Man City. (Football Insider)