Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 21:03
Mist Rúnarsdóttir
Fanndís: Vorum ekkert sérstakar í dag
Fanndís og félagar halda áfram á sigurbraut
Fanndís og félagar halda áfram á sigurbraut
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekkert sérstakar í dag. Völlurinn var mjög þurr og boltinn gekk hægt á milli manna en það var nóg að skora eitt á meðan við fáum ekki á okkur mark.“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Selfossi á útivelli.

„Við ætluðum að spila okkar bolta eins og við höfum gert í allt sumar. Láta boltann ganga. Við erum mjög góðar í fótbolta og ætluðum ekki að gera neitt öðruvísi en við höfum verið að gera,“ sagði Fanndís sem var ekki alveg nógu ánægð með spilamennsku síns liðs.

„Boltinn gekk hægt á milli manna. Rúllaði mjög hægt og við vorum að klikka á mörgum sendingum. Við hefðum getað gert ýmislegt betur.“

Selfoss liðið er erfitt heim að sækja og varð bikarmeistari síðastliðinn laugardag. Fanndís hrósaði andstæðingunum en sagðist þó ekki hafa verið að velta þeirra gengi mikið fyrir sér. Hún einbeitti sér að Valsliðinu.

„Við hugsum bara fyrst og fremst um okkur. Óskum þeim til hamingju með titilinn. Þær börðust hér í dag og það var ekki að sjá að þær hefðu verið að spila 120 mínútur á laugardaginn. Vel gert hjá þeim en við unnum 1-0 og það er það sem skiptir máli.“

Valsliðið hefur verið frábært í sumar og situr á toppi deildarinnar. Markmiðin eru skýr og Fanndís er spennt fyrir framhaldinu.

„Við stefnum á titilinn og höfum gert í allt sumar. Það breytist ekkert núna. Það er stutt á milli leikja. Það er leikur á sunnudaginn og svo kemur smá pása. Svo bara áfram gakk,“ sagði Fanndís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner