Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Helvítis Þjóðverjarnir eru að bauka eitthvað
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, biðlar til enskra félaga um að leggja meiri áherslu á að þróa enska leikmenn og gefa þeim tækifæri í úrvalsdeildinni.

Það hafa aldrei verið fleiri útlendingar í enska boltanum og samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar þurfa aðeins 8 leikmenn af þeim 25 sem eru skráðir fyrir tímabilið að vera enskir.

Að vera enskur þýðir að hafa æft fyrir félagslið á Englandi í þrjú ár á milli 15 og 21 árs aldurs. Eric Dier telst til dæmis ekki sem uppalinn á Englandi því hann var hjá Sporting frá níu ára aldri.

„Þetta veldur áhyggjum, það eru 15% færri Englendingar í úrvalsdeildinni núna heldur en fyrir átta árum. Við þurfum að stöðva þessa þróun," sagði Southgate.

„Á sama tíma hefur yngriflokkastarfið á Englandi eflst til muna og ótrúlega hæfileikaríkir leikmenn hafa verið að koma upp úr akademíunum, Þetta eru leikmenn sem geta hæglega spilað í enska boltanum en fá ekki tækifæri útaf of mikilli samkeppni."

Southgate sagðist vera ánægður með ástandið í grasrótastarfi enska boltans en grínaðist að lokum með að 'helvítis' Þjóðverjarnir væru að bralla eitthvað.

„Hlutirnir ganga vel en þeir geta alltaf gengið betur. Við verðum að halda áfram að bæta okkur. Við megum ekki halla okkur aftur og slappa af því þessir helvítis Þjóðverjar eru að bralla eitthvað, þeir eru að rannsaka leiðir til að verða enn betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner