Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. ágúst 2019 15:10
Elvar Geir Magnússon
Tíu launahæstu táningar heims
Vinicius Junior hjá Real Madrid.
Vinicius Junior hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho er orðinn launahæsti táningur heimsfótboltans eftir að hafa gert nýjan samning við Borussia Dortmund. Sancho fær 190 þúsund pund á viku en það eru sömu launatölur og Vinicius Junior hjá Real Madrid er með.

Madrídingar borga ungum leikmönnum vel eins og sést á lista yfir launahæstu táningana sem Daily Mail tók saman.

Callum Hudson-Odoi hjá Chelsea gæti stokkið upp þann lista á næstu dögum en hann er í viðræðum um nýjan samning sem myndi færa honum 100 þúsund pund í vikulaun.

Launahæstu táningarnir:
Jadon Sancho (Dortmund), 19 ára - 190 þúsund pund á viku
Vinicius Jnr (Real Madrid), 19 - 190 þúsund
Rodrygo (Real Madrid), 18 - 76 þúsund
Ryan Sessegnon (Tottenham), 19 - 70 þúsund
Joao Felix (Atletico Madrid), 19 - 58 þúsund
Moise Kean (Everton), 19 - 53 þúsund
Phil Foden (Man City), 19 - 30 þúsund
Reiss Nelson (Arsenal), 19 - 30 þúsund
Callum Hudson-Odoi (Chelsea), 18 - 22 þúsund
Takefusa Kubo (Real Madrid), 18 - 17 þúsund
Athugasemdir
banner