Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 21. ágúst 2021 20:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá sjónvarpsmönnum var þetta klárt víti"
Arnar í Kópavoginum í kvöld.
Arnar í Kópavoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mörkin tvö voru af ódýrari gerðinni, vel gert hjá Gísla samt en þú átt ekki að fá á þig hlaup inn í teig og leyfa honum að skjóta óáreittur. Í seinna markinu var að Seba að gefa hliðarsendingu sem var lesin og það er dýrt," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, aðspurður um hvað hefði klikkað hjá sínum mönnum í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Það og við þurftum að nýta færin sem við fengum. Það gerðum við ekki og hefðum alveg getað komið okkur inn í leikinn. Fram að öðru markinu vorum við í fínum gír, vorum að koma okkur í fínar stöður og Grímsi fær dauðafæri í stöðunni 1-0. Annað markið, þá varð þetta svolítið brekka."

Fannst þér KA eiga að fá vítaspyrnu í þessum leik? Fréttaritari vitnar þá í atvik á 39. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson lá eftir í teignum eftir návígi við Alexander Helga Sigurðarson.

„Ég náttúrulega sá þetta ekki en samkvæmt einhverjum áreiðanlegum heimildum frá sjónvarpsmönnum var þetta víst klárt víti. Það er bara meira svekkjandi, við breytum því ekki en þetta er dýrt. Vilhjálmur Alvar (dómari leiksins) var líka upp á Skaga, við unnum þann leik, þar var samskonar atvik sem var klárt víti. Þar fékk leikmaðurinn gult spjald. Þetta er bara það sem gerist. Það er stöngin út og stöngin inn. Blikarnir fengu soft víti í síðasta leik, nú áttum við að fá víti en fáum það ekki. Þýðir ekkert að vera að væla yfir því, svona er þetta bara," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner