Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 21. ágúst 2021 20:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá sjónvarpsmönnum var þetta klárt víti"
Arnar í Kópavoginum í kvöld.
Arnar í Kópavoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mörkin tvö voru af ódýrari gerðinni, vel gert hjá Gísla samt en þú átt ekki að fá á þig hlaup inn í teig og leyfa honum að skjóta óáreittur. Í seinna markinu var að Seba að gefa hliðarsendingu sem var lesin og það er dýrt," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, aðspurður um hvað hefði klikkað hjá sínum mönnum í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Það og við þurftum að nýta færin sem við fengum. Það gerðum við ekki og hefðum alveg getað komið okkur inn í leikinn. Fram að öðru markinu vorum við í fínum gír, vorum að koma okkur í fínar stöður og Grímsi fær dauðafæri í stöðunni 1-0. Annað markið, þá varð þetta svolítið brekka."

Fannst þér KA eiga að fá vítaspyrnu í þessum leik? Fréttaritari vitnar þá í atvik á 39. mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson lá eftir í teignum eftir návígi við Alexander Helga Sigurðarson.

„Ég náttúrulega sá þetta ekki en samkvæmt einhverjum áreiðanlegum heimildum frá sjónvarpsmönnum var þetta víst klárt víti. Það er bara meira svekkjandi, við breytum því ekki en þetta er dýrt. Vilhjálmur Alvar (dómari leiksins) var líka upp á Skaga, við unnum þann leik, þar var samskonar atvik sem var klárt víti. Þar fékk leikmaðurinn gult spjald. Þetta er bara það sem gerist. Það er stöngin út og stöngin inn. Blikarnir fengu soft víti í síðasta leik, nú áttum við að fá víti en fáum það ekki. Þýðir ekkert að vera að væla yfir því, svona er þetta bara," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner