29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 21. september 2014 18:43
Jóhann Óli Eiðsson
Árni Vill: Ég fékk bara þrjú færi, nýtti öll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta fínn leikur. Við komum sprækir til leiks og vorum með þetta allan tímann. Afar kærkomin þrjú stig,“ voru fyrstu viðbrögð Árna Vilhjálmssonar eftir að hann hafði skorað þrjú marka Breiðabliks á Víkingi í 4-1 sigri.

„Ég var mjög skilvirkur í dag og það var mjög fínt að ná að skora þessi þrjú mörk. Ég fékk góðar sendingar fyrir og náði að klára færin. Ég fékk bara þrjú færi og kláraði þau öll. Aðalmálið er samt að hafa unnið leikinn.“

„Þetta eru víst einhverjir skór sem Viktor Unnar keypti þegar hann var í atvinnumaður í Reading. Hann lofaði mér mörkum í þessum skóm, gullskónum, og það var engin lygi þar.“

„Við börðumst allan leikinn og vorum frískir. Spiluðum vel saman, héldum boltanum vel og spiluðum hratt. Í raun vorum við öflugir frá öftustu línu fram í fremsta sóknarmann. Við vitum vel að við erum góðir í fótbolta, við þurfum bara að halda þessu áfram.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner