„Við ætlum að klára þennan riðil á toppnum. Ef við mætum stemmdar í alla leiki þá gerum við það," sagði Hallbera Gísladóttir við Fótbolta.net í dag en hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu
„Liðið er mjög gott og á góðum aldri. Ungu leikmennirnir hafa stigið upp og það eru bjartir tímar framundan," segir Hallbera en hvernig er að vera í eldri hluta hópsins?
„Það er dálítið skrýtið, ég verð að viðurkenna það. Ég er samt bara nýorðinn 29 ára, það er nóg eftir."
Margrét Lára Viðarsdóttir mun spila sinn 100. landsleik annað kvöld.
„Ég byrjaði í U17 með Margréti og hún öskraði vel á mann. Hún er algjör kempa og ég vona að fólk mæti og sýni henni þá virðingu sem hún á skilið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























