Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. september 2020 15:34
Benjamín Þórðarson
Akranesi
Byrjunarlið ÍA og Gróttu: Marcus Johansson á bekknum
Gísli Laxdal kemur inn í byrjunarliðið.
Gísli Laxdal kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:30 hefst leikur ÍA og Gróttu í Pepsi Max-deild karla. Bæði lið eru búin með 14 leiki í deildinni.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Grótta er erfiðum málum í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig en ÍA er sæti ofar með fjórtán stig.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerir tvær breytingar frá síðasta leik sem fram fór á fimmtudaginn. Þá töpuðu Skagamenn fyrir Val 2-4. Hallur Flosason og Gísli Laxdal koma inn. Út fara Hlynur Sævar Jónsson og Marcus Johansson.

Það eru fimm breytingar á byrjunarlið Gróttu frá síðasta leik. Bjarki Leósson, Tobias Sommer, Axel Freyr Harðarsom, Óliver Dagur Thorlacius og Ólafur Karel Eiríksson koma inn. Arnar Þór Helgason og Sigurvin Reynisson eru í leikbanni í dag. Axel Sigurðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Ástbjörn Þórðarson eru settir á bekkinn.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Steinar Þorsteinsson

Byrjunarlið Gróttu:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Bjarki Leósson
4. Tobias Sommer Sørensen
7. Pétur Theódór Árnason
10. Kristófer Orri Pétursson
15. Halldór Kristján Baldursson (f)
16. Kristófer Melsted
19. Axel Freyr Harðarson
21. Óskar Jónsson
29. Óliver Dagur Thorlacius
30. Ólafur Karel Eiríksson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Leikir dagsins í Pepsi Max-deild karla
16:30 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
20:00 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner