Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gravenberch vonsvikinn en sér ekki eftir því að hafa farið til Bayern
Ryan Gravenberch
Ryan Gravenberch
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vonaðist eftir hjá Bayern München, en sér þó ekki eftir því að hafa samið við félagið.

Bayern keypti Gravenberch á tombóluverði í sumar en félagið greiddi aðeins 18,5 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Gravenberch hefur spilað átta leiki fyrir Bayern á tímabilinu en aðeins byrjað einn gegn Viktoria Köln í bikarnum.

Hann er með samtals 218 mínútur á tímabilinu og er hann afar vonsvikinn með spiltímann en vonast til þess að það breytist eftir landsleikjatörnina.

„Ég sé ekki eftir því að hafa farið til Bayern, en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég vonsvikinn því maður vill auðvitað spila og það er eðlilegt," sagði Gravenberch.

„Ég verð að taka þessu en það er erfitt. Ég verð að halda mér rólegum og vonandi skapast meira pláss eftir landsleikjatörnina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner