Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   fim 21. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skelfilegt klúður á lokamínútum leiksins
Mynd: Getty Images
Adama Traore, sóknarmaður Hull, átti líklegast erfitt með svefn í nótt, en hann klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki á lokamínútunum í markalausa jafnteflinu gegn Leeds í ensku B-deildinni í gær.

Hull gat stolið öllum stigunum á 89. mínútu leiksins er Aaron Connolly keyrði inn í teiginn vinstra megin og lagði boltann til hliðar á Traore sem mætti á ferðinni.

Traore var aleinn gegn opnu marki og þurfti í raun bara að hitta á markið, en það gat hann ekki.

Sóknarmaðurinn setti boltann í stöngina en þetta dauðafæri má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu dauðafærið sem Traore klúðraði
Athugasemdir
banner
banner
banner