
„Mér líður virkilega vel. Það er fínt að ná einni snertingu á boltann og setja hann í netið.“ sagði Dagur Ingi Valsson, leikmaður KA, eftir 2-0 sigur á Víking Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Víkingur R.
Dagur Ingi spilaði með Keflavík í Lengjudeildinni í upphafi sumars en er bikarmeistari með KA í dag.
„Þetta er geggjað. Þetta hefur verið upp og niður í sumar. Vonandi heldur þetta áfram að vera upp eftir þetta. Bara geggjað.“
Hvað hugsaði Dagur þegar hann skoraði markið í leiks lok?
„Ég hugsaði bara að fagna í geðveikinni. Við vorum að tryggja þetta með þessu marki, bara geggjuð tilfinning. Maður hefði getað komið inn á, fengið mark á sig og farið í framlengingu, bara geðveikt að koma inn á og tryggja þetta.“
Dagur Ingi kom inn á í lok leiks áður en hann skorar seinasta markið en hvernig var að spila þessar lokamínútur?
„Þetta er bara spenna. Gaman líka. Berjast og klára þetta. Þetta voru bara fjórar mínútur og snilld að hafa klárað þetta.“
Undir lok leiks fóru allir að fagna með Steinþóri Má Auðunssyni, Stubbinum, en hann er í miklum metum í hóp KA-manna.
„Góðir menn fá alltaf lof. Toppmaður og allir elska hann, það er bara þannig.“