Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Aron: Vil spila fótbolta í hverri viku
Mynd: Thorsport
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var tilkynnti Ólafur Aron Pétursson á Instagram síðu sinni að hann væri genginn í raðir Þórsara. Aron er uppalinn í KA en telur tíma til kominn að yfirgefa uppeldisfélagið.

Fótbolti.net hafði samband við Aron í kvöld og spurði hann út vistaskiptin.

Komið að því að ég hugsi um sjálfan mig

Aron var spurður út í hvers vegna hann söðli um og yfrgefi uppeldisfélagið á þessum tímapunkti. Hann var einnig spurður hvernig fólk í kringum hann tæki í þessa ákvörðun.

„Allan minn meistaraflokksferil hjá KA hef ég alltaf verið hugsaður sem einhverskonar 'backup', og hef ég alltaf gert það með bros á vör enda er ég frekar mikill liðsmaður.

„Núna er komið að því að ég hugsi aðeins um sjálfan mig og fari í lið sem er líklegra að ég fái að spila fótbolta í hverri viku."

„Ég held að flestir sem fylgjast eitthvað með skilji ákvörðun mína að fara frá KA og þótt það hafi verið smá erfitt, að þá valdi ég Þór. Kannski eru vinir mínir á Grenivík pínu fúlir við mig en ég vona að það vari stutt.


Nokkur lið vildu fá Aron

Aron var þá spurður hvort að önnur lið hefur reynt að krækja í hann í haust.

„Það voru nokkur lið sem vildu fá mig. Þar á meðal Magni á Grenivík, þeir verða með hörkulið og ekki spurning að þeir geri betur en í fyrra. Ég æfði þá einnig með liði í Svíþjóð en það varð ekkert meira úr því."

Sýnir metnað hjá félaginu

Aron var að lokum spurður út í kvöldið hjá Þór en Sigurður Maríno Kristjánsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Jakob Snær Árnason framlengdu við félagið. Þá tók Páll Viðar Gíslason við þjálfun liðsins á dögunum.

„Það eru náttúrulega frábært að þeir framlengi við Þór. Þetta eru allt góðir leikmenn og sýnir þetta bara metnað hjá félaginu."

„Ég þekki Palla ágætlega eftir að hafa farið tvisvar á lán til hans í Magna. Hann er reyndur þjálfari og verður bara gaman að vinna undir hans stjórn aftur."


Sjá einnig: Ólafur Aron í Þór (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner