Síðasti þáttur tímabilsins af Besta þættinum er kominn út og að þessu sinni mættust lið Vals og FH.
Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.
Fyrir hönd Vals eru það Anna Svava og Aron Jóhannsson og fyrir FH eru það Björn Daníel Sverrisson og Friðrik Dór. Í þættinum fer Anna Svava gjörsamlega á kostum í spurningahluta þáttarins. Sjón er sögu ríkari.
Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.
Fyrir hönd Vals eru það Anna Svava og Aron Jóhannsson og fyrir FH eru það Björn Daníel Sverrisson og Friðrik Dór. Í þættinum fer Anna Svava gjörsamlega á kostum í spurningahluta þáttarins. Sjón er sögu ríkari.
Besti þátturinn:
6. þáttur - Steindi Jr. lætur til sín taka
5. þáttur - Ásthildur Helga vs Gunni Helga
4. þáttur - Bjarni Ben smurði boltann upp í skeytin
3. þáttur - Ragnhildur Steinunn og Eva Laufey áttust við
2. þáttur - Hannes Þór fór á kostum gegn ÍBV
1. þáttur - KR keppir gegn Selfossi
Athugasemdir