Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   þri 19. júlí 2022 15:14
Ívan Guðjón Baldursson
Besti þátturinn - Hannes Þór fór á kostum gegn ÍBV
Mynd: Víkingur

Annar þáttur af Besta þættinum er kominn út þar sem leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni eru paraðir saman og keppa sín á milli. 


Selfoss lagði KR að velli í fyrsta þætti þar sem Guðmundur Þórarinsson og Sif Atladóttir unnu góðan sigur fyrir Selfyssinga. Í öðrum þætti mættust Leiknir R. og ÍBV í hörkuviðureign.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, keppti fyrir hönd Leiknis ásamt Bjarka Aðalsteinssyni fyrirliða og áttu þeir eftir að fara á kostum. Hannes Þór kom flestum á óvart og gjörsamlega raðaði inn stigum í skotkeppninni þar sem hann setti boltann nokkrum sinnum í samskeytin og þaggaði væntanlega niður í þeim sem hafa gagnrýnt hann fyrir að vera ekki nógu góður í löppunum.

Þeir félagarnir rúlluðu yfir Vestmanneyinga þar sem Guðjón Pétur Lýðsson og goðsögnin Margrét Lára Viðarsdóttir áttu aldrei möguleika.

Þess má geta að þessi lið mætast einmitt í fallbaráttu Bestu deildarinnar næstkomandi sunnudag, 24. júlí. 

2. þátt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Besti þátturinn - KR keppir gegn Selfossi í fyrsta þætti


Athugasemdir
banner