Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 19. júlí 2022 15:14
Ívan Guðjón Baldursson
Besti þátturinn - Hannes Þór fór á kostum gegn ÍBV
Mynd: Víkingur

Annar þáttur af Besta þættinum er kominn út þar sem leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni eru paraðir saman og keppa sín á milli. 


Selfoss lagði KR að velli í fyrsta þætti þar sem Guðmundur Þórarinsson og Sif Atladóttir unnu góðan sigur fyrir Selfyssinga. Í öðrum þætti mættust Leiknir R. og ÍBV í hörkuviðureign.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, keppti fyrir hönd Leiknis ásamt Bjarka Aðalsteinssyni fyrirliða og áttu þeir eftir að fara á kostum. Hannes Þór kom flestum á óvart og gjörsamlega raðaði inn stigum í skotkeppninni þar sem hann setti boltann nokkrum sinnum í samskeytin og þaggaði væntanlega niður í þeim sem hafa gagnrýnt hann fyrir að vera ekki nógu góður í löppunum.

Þeir félagarnir rúlluðu yfir Vestmanneyinga þar sem Guðjón Pétur Lýðsson og goðsögnin Margrét Lára Viðarsdóttir áttu aldrei möguleika.

Þess má geta að þessi lið mætast einmitt í fallbaráttu Bestu deildarinnar næstkomandi sunnudag, 24. júlí. 

2. þátt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Besti þátturinn - KR keppir gegn Selfossi í fyrsta þætti


Athugasemdir
banner