Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 21. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi ósammála rökum Hareide
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sagði í viðtali eftir leik gegn FH um liðna helgi að leikur Vals gegn ÍA um næstu helgi verði mögulega síðasti fótboltaleikur hans á ferlinum.

Gylfi fékk aðeins nokkrar mínútur í síðasta landsleikjaglugga en hann hefur talað um að Ísland sé drifkraftur sinn í boltanum og hann eigi sér þann draum að fara á annað stórmót.

Eftir að Gylfi fékk núll mínútur gegn Tyrklandi fyrir viku síðan, þá sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide að Gylfi hefði ekki hentað í þann leik.

„Við eigum Gylfa inni en ég held að við verðum að nota hann þegar við höfum meiri stjórn á leikjum. Í kvöld vorum við að elta leikinn í lokin og ég tel það ekki henta Gylfa. En við getum sannarlega notað hann ef við erum við stjórn enda er hann frábær á boltann," sagði Hareide.

Gylfi var spurður eftir leikinn gegn FH hvort hann hefði verið sammála rökum Hareide.

„Nei. Ég held að síðustu 15 eða jafnvel 100 ár hafi Ísland ekki verið meira með boltann nema kannski á móti einhverjum smærri þjóðum. Það hefur alveg gengið ágætlega hingað til að spila á móti liðum þar sem við erum kannski ekki mikið með boltann," sagði Gylfi og bætti við að það hefði verið leiðinlegt að koma ekki inn á þegar liðið þurfti mark.
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Athugasemdir
banner
banner
banner