Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 21. október 2024 13:16
Innkastið
„Algjör synd ef hann klárar ferilinn á vonbrigðatímabili með Val“
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson fékk örfáar mínútur í síðasta landsleikjaglugga.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk örfáar mínútur í síðasta landsleikjaglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var rosalega sérstakt viðtal við hann eftir leik, mig langaði bara að knúsa hann. Hann virkaði þreyttur og búinn á því á líkama og sál," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem rætt var um Gylfa Þór Sigurðsson, einn besta leikmann Íslandssögunnar.

Eftir jafntefli FH og Vals um helgina, þar sem Gylfi klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma, sagði Gylfi frá því að hann gæti lagt skóna á hilluna eftir lokaumferðina.

„Það yrði algjör synd ef hann klárar ferilinn á vonbrigðatímabili með Val," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Ég held að Gylfi hafi ekki alveg haft eins gaman að þessu tímabili eins og hann vonaðist eftir," segir Elvar Geir.

Landsliðið hefur drifið Gylfa áfram
Gylfi fékk aðeins nokkrar mínútur í síðasta landsleikjaglugga en hann hefur talað um að Ísland sé drifkraftur sinn í boltanum og hann eigi sér þann draum að fara á annað stórmót.

„Það hefur alltaf verið greinilegt að hann er að spila til að halda sér í landsliðinu. Svo sér hann það núna að mögulega er tími hans hjá landsliðinu búinn. Hann er lítið sem ekkert notaður í síðasta glugga og þá hugsar hann örugglega; hvað er ég að keyra mig út hérna fyrir Val?" segir Valur.

„Ég er sammála Gumma að það yrði ömurlegt ef hann endar þetta svona. Ég vonast til að halda honum í íslenska boltanum og vona að hann fari eitthvert, hann yrði fullkominn fyrir lið eins og Víking sem er ógeðslega gott og hann þarf ekki að bera það uppi."
Innkastið - Stjórnlaust hringleikahús
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner