Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Belgar í veseni - Boyata spilaði í treyju Batshuayi
Boyata í leik með belgíska landsliðinu.
Boyata í leik með belgíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákært Belga eftir að varnarmaðurinn Dedryck Boyata spilaði í rangri treyju gegn Rússum í undankeppni EM á laugardag.

Boyata var skráður númer 4 á leikskýrslu og spilaði fyrri hálfleikinn í þeirri treyju.

Í síðari hálfleik mætti Boyata í treyju númer 23 sem var merkt Michy Batshuayi.

Leikmenn skipta oft um treyjur í hálfleik og Boyata greip ranga treyju í hálfleik gegn Rússum.

Liðsstjórar Belga áttuðu sig á mistökunum í síðari hálfleik og Boyata skipti um treyju á 57. mínútu leiksins. Belgar gætu hins vegar átt von á sekt fyrir þessi mistök.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner