Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í Jóa Berg - Spilar væntanlega ekki um helgina
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson tognaði aftan í læri í landsleik Frakklands og Íslands í síðasta mánuði.

Hann missti af leikjunum gegn Tyrklandi og Moldóvu í þessum mánuði, en það styttist í endurkomu hans.

Jóhann Berg verður líklega ekki með Burnley gegn Watford um helgina, en honum hefur gengið vel í endurhæfingunni.

„Það gengur vel hjá Jóhanni. Hann hefur verið að æfa á grasi með sjúkraþjálfurunum, en ég býst ekki við því að hann spili um helgina," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley, við fjölmiðlamenn.

Jóhann Berg hefur verið í vandræðum með meiðsli á tímabilinu og aðeins spilað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki. Burnley heimsækir Watford klukkan 15 á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner