Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Xhaka gæti snúið aftur í lið Arsenal um helgina
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka gæti spilað sinn fyrsta leik með Arsenal í nokkrar vikur þegar liðið mætir Southampton um helgina. Stuðningsmenn Arsenal létu Xhaka heyra það þegar hann var tekinn af velli gegn Crystal Palace í síðasta mánuði.

Xhaka svaraði fyrir sig og var í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan þá.

„Honum líður betur. Hans lið núna er Arsenal og hann vill endurvinna traust stuðningsmanna," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

„Smátt og smátt getum við hjálpað honum að koma til baka og tengd með okkur við stuðningsmennina. Við ákveðum þetta á morgun (hvort hann spili) en ég vil að hann komi til baka og við getum gefið honum sjálfstraust og látið honum líða vel."

Arsenal hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú átta stigum á eftir Manchester City sem er í 4. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner