banner
   lau 21. nóvember 2020 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Bilic óánægður með Coote: Vonsvikinn með ákvörðunina
Slaven Bilic var brjálaður yfir dómgæslunni og sparkaði í vatnsflösku í látunum
Slaven Bilic var brjálaður yfir dómgæslunni og sparkaði í vatnsflösku í látunum
Mynd: Getty Images
Króatíski knattspyrnustjórinn Slaven Bilic lýsti yfir óánægju sinni með dómgæsluna í 1-0 tapi WBA gegn Manchester United í kvöld.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í upphafi síðari hálfleiks en Bruno Fernandes braut á Conor Gallagher innan teigs og benti David Coote, dómari leiksins, á punktinn.

Hann tók ákvörðunina til baka eftir að hafa skoðað VAR-skjáinn og vakti það hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Bilic er búinn að horfa margoft á atvikið og skilur hann hreinlega ekki ákvörðunina.

„Við spiluðum vel. Við áttum nokkur færi til að skora og við vorum inn í leiknum en ég sagði við drengina að ég væri vonsvikinn með úrslitin því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik," sagði Bilic.

„Ég er mjög vonsvikinn með þessa ákvörðun í vítinu. Mér leið eins og við værum lítið lið. Öll þessi mikilvægu augnablik fóru ekki með okkur. Ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á atvikið og þetta er klárt víti. Ég skil ekki af hverju hann tók ákvörðunina til baka."

„Vítið sem við fáum á okkur er hendi. Þetta var smá óheppni en hann handlék knöttinn. Það var klárt brot á Conor Gallagher fyrir þetta atvik og í stað þess að vera 1-0 yfir þá er Man Utd komið yfir í leiknum og þegar þú ert að spila gegn þessu lið þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner