Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 21. nóvember 2020 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Immobile skoraði og lagði upp er Lazio lagði nýliðana
Crotone 0 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('21 )
0-2 Joaquin Correa ('58 )

Simone Inzaghi og lærisveinar hans í Lazio unnu góðan 2-0 sigur á Crotone í Seríu A á Ítalíu í dag en það var framherjinn markheppni, Ciro Immobile, sem stýrði sýningunni.

Immobile kom Lazio yfir á 21. mínútu og var það afar mikilvægt mark en þetta var 107. deildarmark hans fyrir Lazio og tókst honum þar með að jafna Guiseppe Signori. Þeir tveir eru saman í 2. sæti yfir markahæstu menn Lazio í deildinni en Silvio Piola er í efsta sæti með 143 mörk.

Argentínski sóknartengiliðurinn Joaquin Correa bætti við öðru fyrir Lazio á 58. mínútu eftir sendingu frá Immobile.

Lazio er í 6. sæti deildarinnar með 14 stig þegar átta leikir eru búnir.


Athugasemdir
banner
banner