sun 21. nóvember 2021 11:44
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið
Ole Gunnar Solskjær var látinn fara en hér er hann ásamt eigendunum Avram og Joel Glazer
Ole Gunnar Solskjær var látinn fara en hér er hann ásamt eigendunum Avram og Joel Glazer
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli er fréttatilkynning Manchester United um brotthvarf Ole Gunnar Solskjær var gefin út í dag en þar kemur fram að félagið ætli að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið.

Michael Carrick tekur tímabundið við liðinu á meðan United leitar að bráðabirgðastjóra en sá mun stýra liðinu út tímabilið.

United mun því vera með þrjá stjóra á þessari leiktíð áður en það finnur annan stjóra næsta sumar.

Samkvæmt helstu miðlum á Englandi þá er ástæðan sú að þeir stjórar sem United hefur horft til eru annað hvort í öðru starfi eða hafa ekki áhuga á að taka við liðinu á miðju tímabili.

Zinedine Zidane hefur verið án starfs síðan hann hætti með Real Madrid eftir síðustu leiktíð en hann myndi ekki hafa áhuga á að taka við fyrr en næsta sumar.

Erik ten Hag er að þjálfa Ajax og mun ekki skoða önnur störf fyrr en tímabilinu er lokið og sömu sögu má segja af Mauricio Pochettino hjá Paris Saint-Germain. Sæti Brendan Rodgers hjá Leicester er vissulega heitt en það mun koma í ljós á næstu vikum hver tekur við United til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner