Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 21. desember 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sigurmark í uppbótartíma - Gyokeres markahæstur
Coventry vann góðan 1-0 sigur á WBA
Coventry vann góðan 1-0 sigur á WBA
Mynd: Getty Images
Coventry 1 - 0 West Brom
1-0 Viktor Gyokeres ('90 , víti)

Coventry City vann dramatískan, 1-0, sigur á WBA í ensku B-deildinni í kvöld en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Frammistaða Coventry var töluvert betri en í síðasta leik er það tapaði fyrir Swansea með þremur mörkum gegn engu.

Coventry skapaði sér urmul af færum í leiknum en Jonathan Panzo átti hættulegustu tilraunina er hann stangaði boltann í slá.

Sigurmarkið kom. Viktor Gyokeres, markahæsti maður deildarinnar, vann vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann skoraði svo sjálfur úr spyrnunni og tryggði Coventry sigur með ellefta marki sínu á tímabilinu.

Coventry er í 8. sæti með 33 stig en WBA í 16. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner