Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. janúar 2022 08:45
Brynjar Ingi Erluson
Vlahovic vill fara til Man City - Liverpool berst við Bayern og Dortmund
Powerade
Dusan Vlahovic vill frekar fara til Man City en Arsenal
Dusan Vlahovic vill frekar fara til Man City en Arsenal
Mynd: EPA
Mikel Arteta fær nýjan samning hjá Arsenal
Mikel Arteta fær nýjan samning hjá Arsenal
Mynd: EPA
Liverpool er komið í baráttuna um Denis Zakaria
Liverpool er komið í baráttuna um Denis Zakaria
Mynd: Getty Images
Dele Alli til Newcastle?
Dele Alli til Newcastle?
Mynd: EPA
Raphinha gæti framlengt við Leeds
Raphinha gæti framlengt við Leeds
Mynd: EPA
Þá er komið að öllu því helsta í slúðrinu þennan laugardaginn en Newcastle ætlar að halda áfram að bæta við sig leikmönnum áður en glugginn lokar.

Manchester United er búið að skrá sig úr kapphlaupinu um Erling Braut Haaland (21), framherja Borussia Dortmund, en hann vill heldur fara til Real Madrid. (ESPN)

Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling (27) var opinn fyrir því að fara til Barcelona á láni frá Manchester City áður en félagið keypti Ferran Torres. (Athletic)

Draumur Dusan Vlahovic (21), framherja Fiorentina, er að spila í ensku úrvalsdeildinni, en hann myndi heldur vilja fara til Manchester City en Arsenal. (La Repubblica)

Arsenal er reiðubúið að bjóða Mikel Arteta nýjan tveggja ára samning áður en tímabilið klárast. (Mail)

Stjórnarmönnum Everton kemur ekki saman um hvort það eigi að ráða Wayne Rooney, stjóra Derby County, sem næsta stjóra félagsins. (Sun)

Argentínski framherjinn Julian Alvarez er nálægt því að ganga til liðs við Manchester City frá River Plate. Hann mun gera fimm ára samning við City en verður á láni hjá River út þessa leiktíð. (Guardian)

Chelsea, Tottenham og Barcelona hafa spurst fyrir um Jonathan David (22), framherja Lille í Frakklandi. Hann hefur skorað 21 mörk í 21 leik í frönsku deildinni á þessu tímabili. (TSN)

Liverpool ætlar að berjast við Bayern München og Borussia Dortmund um svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) en samningur hans við Borussia Monchengladbach rennur út í sumar. (ESPN)

Tottenham er að nálgast samkomulag við Wolves um kaup á Adama Traore (25). Wolves hafnaði 15 milljón punda tilboði frá félaginu fyrr í þessari viku. (Athletic)

Ekki er útlit fyrir að Tanguy Ndombele (25) fari til Paris Saint-Germain í þessum glugga en félagið vill senda leikmann í skiptum og gengur illa að sannfæra þann leikmann. Roma og Napoli hafa einnig áhuga á Ndombele. (GFF)

Antonio Rüdiger (28), varnarmaður Chelsea, er að sækjast eftir því að fá 46 milljón punda samning við enska félagið. Samningur hans rennur út í sumar en Real Madrid virðist ekki ætla að fá hann eftir að það slitnaði upp úr viðræðum í desember. (Marca)

Manchester United hefur lýst yfir áhuga á Boubacar Kamara (22), miðjumanni Marseille, en Roma er einnig að fylgjast með stöðu leikmannsins. (Corriere dello Sport)

Burnley er búið að leggja fram tilboð í íranska framherjann Sardar Azmoun (27), sem er á mála hjá Zenit í Rússlandi. Hann á sex mánuði eftir af samningi sínum. Lyon og Juventus hafa einnig áhuga. (Athletic)

Brasilíski sóknartengiliðurinn Oscar (30) staðfesti viðræður við spænska félagið Barcelona. Hann er á mála hjá kínverska félaginu Shanghai Port í dag. (TNT Sports)

Eric Bailly (27), varnarmaður Manchester United, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið í þessum mánuði en Milan hefur sýnt honum mikinn áhuga. Félagið hefur þó ekki efni á að greiða það verð sem Man Utd hefur sett. (ESPN)

Viðræður Newcastle við Tottenham um Dele Alli (25) eru á byrjunarstigi eftir að Eddie Howe, stjóri Newcastle, breytti skoðun sinni á leikmanninum. (Football Insider)

Pape Cisse (26), leikmaður Olympiakos, er einnig á lista hjá Newcastle, en Arsenal, Everton og Leicester hafa einnig áhuga á senegalska varnarmanninum. (Sun)

Brentford er reiðubúið að bjóða Thomas Frank nýjan samning en núverandi samningur hans gildir út næsta tímabil. (90min)

Leeds er búið að opna viðræður við Raphinha (25), leikmann félagsins, til að koma í veg fyrir áhuga frá Liverpool, Chelsea og Bayern München. (Star)

Crystal Palace er hætt við að fá Aaron Ramsey (31), leikmann Juventus, þrátt fyrir mikinn áhuga Ramsey á að spila fyrir Patrick Vieira. (Mail)

Chelsea, Leicester og Crystal Palace hafa öll áhuga á Edson Alvarez (24), leikmanni Ajax í Hollandi. (Football Insider)

Tom Lawrence (28), leikmaður Derby, er eftirsóttur en Wolves, Brighton, Burnley, Newcastle og Fulham, vilja öll fá velska landsliðsmanninn. (Team Talk)

Nice er að vonast eftir því að landa Bryan Gil (20), vængmanni Tottenham, á láni út þetta tímabil. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner