Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Arnar verður með ÍBV í Bestu deildinni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV og Sigurður Arnar Magnússon hafa náð samkomulagi um tveggja ára framlengingu á samningi Sigurðar við félagið. Hann er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026.

Sigurður hefur spilað lengi með ÍBV og alls 157 KSÍ leiki fyrir félagið, hann á einnig nokkra leiki að baki fyrir KFS sem komu sumarið 2017.

„Hann hefur samhliða námi leikið með ÍBV síðustu ár en hann lék virkilega vel á nýliðnu tímabili í bandaríska háskólaboltanum og vakti athygli með háskólaliði sínu Ohio State. Sigurður leikur alla jafna sem miðvörður en hann er einnig gæddur eiginleikum sem gera honum auðvelt til að leika framar á vellinum. Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir ÍBV og fagnaðarefni að Sigurður taki slaginn með ÍBV í Bestu deildinni," segir í tilkynningu ÍBV.

Sigurður verður 26 ára í sumar en á sínum tíma lék hann einn leik með U21 landsliðinu. Hann lék tólf leiki og skoraði eitt mark þegar ÍBV vann Lengjudeildina á síðasta tímabili og tryggði sér með því sæti í Bestu deildinni í sumar.

Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni

Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)

Samningslausir
Jón Ingason (1995)
Jón Arnar Barðdal (1995)
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Víðir Þorvarðarson (1992)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner