KSÍ hefur breytt úrslitum í leik Víkings og Fjölnis sem fór fram í Reykjavíkurmótinu í gær. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Fjölni hefur verið dæmdur 3-0 sigur þar sem Víkingar héldu áfram að láta Stíg Diljan Þórðarson spila; hann hefur ekki fengið leikheimild.
Víkingur hefur þá verið sektað um 60 þúsund krónur en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem félagið er sektað um þessa upphæð fyrir sama brot á reglum.
Víkingur hefur þá verið sektað um 60 þúsund krónur en þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem félagið er sektað um þessa upphæð fyrir sama brot á reglum.
„Við álitum að þetta væri sekt sem við værum tilbúnir að taka á okkur fyrir það að hann fengi mínútur. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og við ætlum honum stórt hlutverk strax á næsta ári. Okkur fannst mikilvægara að hann fengi mínútur heldur en úrslit þessa leiks eða þessi sekt," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um ákvörðunina að tefla Stíg fram þegar Fótbolti.net spurði hann út í það á dögunum.
Stígur er 19 ára og hefur verið erlendis undanfarin tvö og hálft tímabil. Fyrst var han hjá Benfica í tvö ár og svo samdi hann við Triestina síðasta sumar en þar gengu hlutirnir ekki upp.
Athugasemdir