Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. febrúar 2020 19:22
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Jesus hetja Man City í sigri á Leicester
Mynd: Getty Images
Leicester City 0-1 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('80)

Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Leicester City og Manchester City, þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum var leikurinn nokkuð fjörugur.

Í fyrri hálfleik komst Jamie Vardy mjög nálægt því að koma heimamönnum yfir þegar hann skaut í stöngina. Staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Á 61. mínútu var dæmd vítaspyrna eftir að boltinn fór í höndina á Dennis Praet, á vítapunktinn fór Sergio Aguero en honum tókst ekki að koma Manchester City yfir þar sem Kasper Schmeichel varði spyrnuna.

Gabriel Jesus kom inná á 77. mínútu fyrir Sergio Aguero, hann var aðeins búinn að vera á vellinum í þrjár mínútur þegar hann var búinn að koma boltanum framhjá Kasper Schmeichel í marki Leicester.

Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til leiksloka. Manchester City áfram í 2. sæti, nú með 57 stig. Leicester er sjö stigum á eftir City og situr í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner