Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry eða Vieira taka alla vega ekki strax við
Bournemouth er búið að ráða Jonathan Woodgate út leiktíðina.
Bournemouth er búið að ráða Jonathan Woodgate út leiktíðina.
Mynd: Getty Images
Jonathan Woodgate hefur fengið það verkefni að stýra Bournemouth út þetta tímabil.

Fyrrum Arsenal mennirnir Patrick Vieira og Thierry Henry hafa verið orðaðir við starfið mikið en Woodgate hefur verið það falið að stýra liðinu áfram.

Hinn 41 árs gamli Woodgate hefur stýrt liðinu frá því að Jason Tindall var rekinn. Woodgate er fyrrum stjóri Middlesbrough en hann spilaði meðal annars með Real Madrid og enska landsliðinu á leikmannaferli sínum.

Síðan hann tók við stjórnartaumunum hefur Bournemouth tekið sjö stig úr fjórum deildarleikjum ásamt því að komast í 8-liða úrslit enska FA-bikarsins í fyrsta sinn síðan 1957.

Bournemouth er þessa stundina í sjötta sæti Championship-deildarinnar en ef liðið endar þar, þá fer það í umspil um sæti í úrvalsdeild.
Athugasemdir
banner
banner