Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 22. febrúar 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Joey Barton nýr stjóri Bristol Rovers (Staðfest)
Joey Barton hefur verið tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Bristol Rovers. Barton er 38 ára og gerði samning til 2023.

Barton er litríkur persónuleiki en á leikmannaferlinum spilaði hann fyrir Manchester City, Newcastle United, QPR, Burnley og Rangers.

Fyrr á þessu tímabili hætti Barton sem stjóri Fleetwood Town eftir að sundrung skapaðist milli hans og leikmanna.

Bristol Rovers er í nítjánda sæti af 24 liðum í ensku C-deildinni, League One.


Athugasemdir
banner
banner