Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2023 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Everton fær hærri sekt en Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið sektaði Everton og Liverpool fyrir lætin sem áttu sér stað á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Liverpool vann Everton 2-0 í grannaslagnum þökk sé mörkum frá Mohamed Salah og Cody Gakpo en liðið hafði verið í slæmri stöðu og átt erfitt með að finna sitt gamla form.

Mikill hiti var í leiknum eins og svo oft áður en þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma færðist enn meiri hiti.

Andy Robertson hló í andlit Jordan Pickford í vinstri vængnum og mættu félagar Pickford til að segja Robertson til syndanna. Conor Coady tók utan um háls Skotans sem hélt áfram að skella upp úr.

Þetta skapaði mikla spennu og var enska fótboltasambandið ósátt við bæði félög og kærði þau í kjölfarið. Niðurstaðan er að Everton er gert að greiða 40 þúsund pund í sekt en Liverpool 25 þúsund pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner