Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gáfu einum leikmanni Liverpool tvist í einkunn
Joe Gomez hér með Virgil van Dijk.
Joe Gomez hér með Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttamenn franska íþróttablaðsins L'Equipe eru oft grimmir þegar kemur að einkunnagjöf sinni.

Í gær tapaði Liverpool 2-5 fyrir Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er alls ekki í góðum málum fyrir seinni leikinn.

L'Equipe birti einkunnagjöf sína fyrir leikinn og þar fær Joe Gomez, miðvörður Liverpool, lægstu einkunn.

Hann fær tvist fyrir frammistöðu sína. „Jurgen Klopp sér örugglega eftir því að hafa sett hann í liðið frekar en Joel Matip," segir í umsögn um frammistöðu Gomez.

Alisson, markvörður Liverpool, fékk bara þrjá í einkunn en aðeins þrír leikmenn liðsins fengu fimm eða hærra. Það voru Jordan Henderson, Darwin Nunez og Mohamed Salah.

Nunez og Henderson fengu fimm, og fékk Salah sex í einkunn.

Vinicius Junior var maður leiksins en hann fékk níu í einkunn fyrir sína frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner