Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Kante að framlengja við Chelsea - Maddison vinsæll
Powerade
Mynd: EPA
Emiliano Martínez.
Emiliano Martínez.
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Kante, Martinez, Weghorst, Maddison, Osimhen, Zaha og Höjlund eru meðal manna í slúðurpakkanum. Á hverjum degi birtum við samantekt af öllum helstu sögunum sem eru í gangi.

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante (31) mun skrifa undir nýjan samning við Chelsea en hann nálgast endurkomu eftir meiðsli. (Telegraph)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og PSG, hefur hafnað fyrstu nálgun frá Chelsea sem er farið að skoða mögulega menn til að taka við af Graham Potter. (90min)

Aston Villa er tilbúið að hlusta á tilboð í markvörðinn Emiliano Martínez (30) sem hjálpaði Argentínu að vinna HM á síðasta ári. (Mail)

Manchester United mun ekki eyða miklu í sumarglugganum, sama þó Katararnir eignast félagið. (ESPN)

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani telur að tilboð sitt í United standist reglur UEFA. (Telegraph)

Leicester City reynir að fá James Maddison (26) til að skrifa undir nýjan samning en mun horfa til þess að selja hann í sumar ef útlit er fyrir að hann muni ekki skrifa undir. Manchester City, Newcastle United og Tottenham hafa áhuga. (Football Insider)

Victor Osimhen (24), sóknarmaður Napoli, útilokar ekki að færa sig um set í sumar. Chelsea og Manchester United hafa áhuga. (ESPN)

Nokkur af stærstu félögum Evrópu eru hrifin af Roberto de Zerbi (43), stjóra Brighton. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham. (Telegraph)

Wilfried Zaha (30) hefur hafnað mörgum tilboðum um að framlengja samning sinn við Crystal Palace. Al Nassr, sem Cristiano Ronaldo spilar með, er eitt af þremur félögum í Sádi-Arabíu sem hafa sett sig í samband. (Evening Standard)

Ekki er búist við því að Manchester United kaupi Wout Weghorst, hollenska sóknarmanninn sem kom á láni frá Burnley. (Football Insider)

Arsenal er tilbúið að gera tilboð í danska framherjann Rasmus Höjlund (20) hjá Atalanta. (La Repubblica)

Real Madrid hefur sent njósnara til að fylgjast með Höjlund. (Mirror)

Leeds United áætlar að gera tilboð í sænska sóknarmanninn Viktor Gyökeres (24) en samningur hans við Coventry rennur út sumarið 2024. (Teamtalk)

Ansu Fati (20) vill vera lengur hjá Barcelona en samningur hans nær, sem rennur út 2027. (90min)

Kallað er eftir því að Club Brugge reki Scott Parker en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum undir hans stjórn. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner