Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 22. febrúar 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Krísufundur innan herbúða Chelsea
Mynd: EPA
Daily Mail segir að Chelsea hafi haldið krísufund vegna lélegra úrslita hjá liðinu. Sagt er að Christopher Vivell, tæknilegur stjórnandi félagsins, hafi farið yfir málin með Graham Potter og hans þjálfarateymi.

Chelsea tapaði 1-0 fyrir botnliði Southampton við litla hrifningu stuðningsmanna sem sumir hverjir kölluðu eftir því að Potter yrði rekinn, eftir aðeins fimm mánuði við stjórnvölinn.

Undir stjórn Potter hefur Chelsea aðeins unnið einn leik síðan 2023 gekk í garð og er um miðja ensku úrvalsdeildina, þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir um 600 milljónir punda í síðustu gluggum.

Vivell er sagður vera að leita leiða til að bæta stöðuna og andrúmsloftið innan liðsins. Todd Boehly eigandi Chelsea var ekki viðstaddur fundinn.

Potter er sagður vera með traust Boehly en framundan er mikilvægur leikur gegn Tottenham.

Chelsea er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eftir aðeins tvo sigra úr fjórtán síðustu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner