Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar hjá KSÍ í kringum ársþing sambandsins og í dag hefur sambandið tilkynnt um hin ýmsu verðlaun.

Grasrótarverðlaun KSÍ:
Hamar í Hveragerði hlýtur titilinn Grasrótarfélag ársins fyrir þrautseigju í starfi yngri flokka við erfiðar aðstæður. Snemma árs 2022 varð íþróttasamfélagið í Hveragerði fyrir áfalli þegar Hamarshöllin eyðilagðist í óveðri. Með samtakamætti samfélagsins, annarra deilda í bænum sem og knattspyrnudeilda í nágrannafélögum var unnt að halda úti starfsemi, í breyttri mynd.
Grasrótarpersóna ársins er Jón Theodór Jónsson sem gegnir stóru og ómetanlegu hlutverki í öllu starfi Skallagríms í Borgarnesi.
Grasrótarverkefni ársins er grasrótarfótbolti eldri flokks Þróttar í Reykjavík.
Dómaraverðlaun KSÍ
FH og Fylkir hljóta Dómaraverðlaun KSÍ 2022 en þeim er nú í fyrsta sinn skipt upp í tvo flokka. FH er valið fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Fylkir fær sérstök hatningarverðlaun.
Fjölmiðlaviðurkenning KSÍ
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2022 hlýtur Bjarni Helgason fyrir vefsjónvarpsþættina “Dætur Íslands” á mbl.is, þar sem hann fjallaði um A landslið kvenna. Hallur Már Hallsson sá um myndbandsvinnslu, upptökur og klippingu.
Jafnréttisverðlaun KSÍ
Jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2022 hljóta Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið, voru samtökin endurvakin á árinu 2022.
Athugasemdir