Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Milan ætlar ekki að kaupa Dest
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Sergino Dest muni snúa aftur til Barcelona eftir tímabilið. Milan ætlar ekki að nýta sér ákvæði um að geta keypt hann á 20 milljónir evra.

Dest er hjá Milan á láni frá Barcelona og hefur þessi 22 ára bandaríski landsliðsbakvörður aðeins byrjað tvo leiki á þessu tímabili.

Þá er sagt að Milan sé með þá Ante Rebic, Fode Ballo-Toure og Yacine Adli á sölulistanum. Félagið þurfi að lækka launakostnað til að eiga betri möguleika á félagaskiptamarkaðnum næsta sumar.

Þá hyggst félagið ekki kaupa miðjumanninn Aster Vranckx sem er á láni frá Wolfsburg, það er allavega ekki forgangsatriði hjá félaginu.

Þá er framtíð Zlatan Ibrahimovic í óvissu. Zlatan er 41 árs og hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna hnémeiðsla. Samningur hans rennur út í sumar og einnig samningar Ciprian Tatarusanu og Antonio Mirante sem munu finna sér nýja vinnuveitendur.

Milan er að fá markvörðinn Marco Sportiello frá Atalanta í sumar en þá rennur samningur hans við félagið út.
Athugasemdir
banner