La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Sergino Dest muni snúa aftur til Barcelona eftir tímabilið. Milan ætlar ekki að nýta sér ákvæði um að geta keypt hann á 20 milljónir evra.
Dest er hjá Milan á láni frá Barcelona og hefur þessi 22 ára bandaríski landsliðsbakvörður aðeins byrjað tvo leiki á þessu tímabili.
Dest er hjá Milan á láni frá Barcelona og hefur þessi 22 ára bandaríski landsliðsbakvörður aðeins byrjað tvo leiki á þessu tímabili.
Þá er sagt að Milan sé með þá Ante Rebic, Fode Ballo-Toure og Yacine Adli á sölulistanum. Félagið þurfi að lækka launakostnað til að eiga betri möguleika á félagaskiptamarkaðnum næsta sumar.
Þá hyggst félagið ekki kaupa miðjumanninn Aster Vranckx sem er á láni frá Wolfsburg, það er allavega ekki forgangsatriði hjá félaginu.
Þá er framtíð Zlatan Ibrahimovic í óvissu. Zlatan er 41 árs og hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna hnémeiðsla. Samningur hans rennur út í sumar og einnig samningar Ciprian Tatarusanu og Antonio Mirante sem munu finna sér nýja vinnuveitendur.
Milan er að fá markvörðinn Marco Sportiello frá Atalanta í sumar en þá rennur samningur hans við félagið út.
Athugasemdir