Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. febrúar 2023 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Pickford mun framlengja við Everton
Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford er nálægt því að framlengja samning sinn við Everton. Þetta segir hinn afar virti blaðamaður Paul Joyce í grein hjá Times.

Þessi 28 ára gamli markvörður kom til Everton frá Sunderland árið 2017 eftir að hafa staðið sig frábærlega á fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Sunderland.

Pickford hefur á síðustu sex árum verið einn af björtu punktunum í liði Everton og þá eignað sér markvarðarstöðuna hjá enska landsliðinu en hann hefur síðustu mánuði verið að íhuga framtíð sína hjá félaginu.

Samningur Pickford rennur út á næsta ári en Times greinir nú frá því að hann hafi ákveðið að vera áfram hjá Everton og mun því gera nýjan langtímasamning við félagið.

Þetta eru gleðifréttir fyrir Sean Dyche, stjóra Everton, sem vinnur nú hörðum höndum að því að halda Everton í deildinni. Það gæti þó vel verið að það verði klásúla í samningnum sem gerir honum kleift að fara frá félaginu ef það fellur niður í B-deildina.

Everton er í 16. sæti með 21 stig og er í svipuðum erfiðleikum og á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner