Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sami Kamel til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Keflavík

Keflavík er búið að krækja sér í sókndjarfan miðjumann sem hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.


Sá heitir Sami Kamel og er danskur en á ættir að rekja til Írak. Hann er 29 ára gamall og hefur undanfarin ár spilað með Hönefoss og Brattvåg í neðri deildum norska boltans.

Sami er fenginn til að hjálpa Keflvíkingum fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni eftir að liðið endaði um miðja deild í fyrra, með 37 stig úr 27 leikjum.

Sami hefur verið öflugur í neðri deildum norska boltans og skoraði til að mynda 11 mörk í 23 deildarleikjum í fyrra, samkvæmt tölfræði frá vefsíðu transfermarkt.

Á ferlinum hefur Sami skorað 56 mörk í 159 leikjum en gæti átt erfitt með að halda þeirri markaskorun uppi í Bestu deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner