Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso: Sögusagnir trufla mig ekki
Mynd: EPA
Xabi Alonso er eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir enda hefur hann verið að gera stórkostlega hluti við stjórnvölinn hjá Bayer Leverkusen í þýska boltanum.

Hann hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðurnar hjá stórveldum FC Bayern og Liverpool, þar sem Thomas Tuchel og Jürgen Klopp eru að hætta hjá sitthvoru félaginu eftir tímabilið.

„Þetta er ekki vandamál fyrir mig," sagði Alonso þegar hann var spurður út í orðróminn sem segir hann vera efstan á óskalista FC Bayern. „Bayern eru frábærir andstæðingar í þýska boltanum, en þessi orðrómur truflar mig ekki neitt.

„Mitt markmið er að ná árangri með mínu félagsliði. Það er starfið mitt. Okkur gengur vel þessa stundina, við erum í góðri stöðu og við viljum halda áfram að gera vel. Sögusagnir og spurningar eru venjulegar, en þetta er ekki vandamál. Þetta truflar mig ekki neitt."

Athugasemdir
banner
banner