Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum forseti Real Madrid lést af völdum kórónuveirunnar
Mynd: Getty Images
Lorenzo Sanz, fyrrum forseti Real Madrid og eigandi Malaga, lést í gærkvöldi af völdum kórónuveirunnar.

Sanz var 76 ára gamall og sat í forsetastól Real Madrid frá 1995 til 2000. Á þessum fimm árum vann félagið Meistaradeild Evrópu tvisvar.

Á tímum Sanz voru leikmenn á borð við Roberto Carlos, Clarence Seedorf og Davor Suker keyptir til félagsins. Um aldamótin 2000 tapaði Sanz forsetabaráttunni gegn Florentino Perez.

Fernando Sanz, sonur Lorenzo, spilaði fyrir Real Madrid í þrjú ár frá 1996-99.

„Faðir minn átti ekki skilið að deyja með þessum hætti. Hann er einn besti, hugrakkasti og vinnusamasti maður sem ég hef kynnst á ævinni," sagði Lorenzo Sanz Duran, sonur Lorenzo.
Athugasemdir
banner
banner