Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 22. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Íslensk félög senda börnum heimaæfingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti er stopp á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og hefur æfingum verið aflýst um allt land.

Engar æfingar eru hjá Breiðabliki en iðkendur fá sendar heimaæfingar á hverjum degi sem er mikilvægt að fara eftir.

RÚV ræddi við Tristan Mána Orrason og Önnu Sígríði, unga iðkendur Breiðabliks, og fylgdist með þeim gera heimaæfingar saman fyrir utan félagsheimili Blika.

„Þetta er mjög skrýtið en ég er með frábæran þjálfara og hann sendir okkur fullt af mjög flottum æfingum,“ sagði Tristan Máni.

Vilhjálmur Haraldsson, þjálfari hjá Breiðabliki, segir að flest félög landsins láti iðkendur sína gera heimaæfingar.

„Ef einhver er í vandræðum með að finna æfingar þá eigum við æfingar og getum aðstoðað með það og það geta allir nýtt sér þetta. Það eru flest félög komin af stað í þessu og gera þetta vel. Allir eru komnir á þennan vagn að reyna að virkja þennan hóp sem hefur ekki mátt æfa þannig að allir hafi nóg fyrir stafni."
Athugasemdir
banner
banner
banner