Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. mars 2023 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England ekki unnið á Ítalíu rúm 60 ár
Mynd: EPA

England mætir Ítalíu í undankeppni EM 2024 á morgun en Gareth Southgate þjálfari enska liðsins segir að liðið verði að fara vinna stórþjóðir reglulega.


Ítalía var ekki á HM í Katar en Englendingar voru bjartsýnir þá en féllu úr leik í átta liða úrslitum gegn Frakklandi.

„Við verðum að fara byrja vinna svona leiki. Við höfum gert það en við verðum að gera það reglulega. Við höfum ekki unnið hérna síðan árið 1961, það er eitthvað sem við ætlum að enda, þetta lið hefur rutt niður hindranir áður. Ítalía komst ekki á HM en þeir eru með frábæra leikmenn svo þetta verður magnaður leikur," sagði Southgate.

Leikurinn fer fram á Diego Armando Maradona vellinum í Napoli.


Athugasemdir
banner
banner
banner