Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson staðráðinn í að berjast fyrir byrjunarliðssætinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andy Robertson á rúmlega eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur félagið verið orðað við ýmsa vinstri bakverði undanfarna mánuði.

Robertson hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Liverpool í gegnum tíðina og er búinn að spila 39 leiki á yfirstandandi tímabili. Kostas Tsimikas hefur verið að reyna að taka byrjunarliðssætið af Robertson undanfarin ár án árangurs.

„Ég held að fjölmiðlar séu búnir að orða okkur við nánast alla vinstri bakverði sem eru til í heiminum," sagði Robertson á fjölmiðlafundi í Aþenu, þar sem hann bar fyrirliðaband Skotlands í góðum sigri gegn Grikklandi.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa verið í byrjunarliðinu hjá Liverpool síðustu átta ár, það er ekki auðvelt að halda þessu byrjunarliðssæti. Minn tími mun koma að lokum en ég held að það gerist ekki alveg strax. Þó að við kaupum nýjan bakvörð inn í sumar þá er það allt í lagi, ég mun halda áfram að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.

„Ég viðurkenni að ég hef gert mistök á þessu tímabili en þau hafa ekki verið mörg. Ég hef fulla trú á sjálfum mér, mér líður eins og ég sé ennþá að spila á sama gæðastigi og áður."


Robertson er 31 árs gamall og hefur spilað tæplega 350 leiki á átta árum hjá Liverpool.

„Ég veit hvernig þessi fótboltaheimur gengur fyrir sig, í ensku úrvalsdeildinni eru allir alltaf að horfa á þig. Allir eru með skoðun á því sem þú gerir. Fólk getur talað mjög lengi um ein mistök sem maður gerir. Svona er þetta bara en ég er með breitt bak og mikið sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner