Jonathan Burkardt, sóknarmaður Mainz í Þýskalandi, er sagður ofarlega á lista hjá Bayern München fyrir sumargluggann.
Burkardt, sem er 24 ára gamall, hefur skorað 15 mörk í þýsku deildinni á tímabilinu og var valinn í A-landsliðið fyrir leikina í þessum mánuði.
Hann byrjaði sinn fyrsta A-landsleik í 2-1 sigrinum á Ítalíu í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar á fimmtudag.
Lífið virðist leika við framherjann sem er nú orðaður við stærsta félag Þýskalands.
Sky segir að Bayern hafi mikinn áhuga á að fá hann í sumar til þess að vera Harry Kane til halds og trausts.
Bayern gæti fengið Burkardt á þokkalega viðráðanlegu verði og þá er hann hjá sömu umboðsskrifstofu og Manuel Neuer, markvörður félagsins.
Félagið mun samt eðlilega fá samkeppnum um hann en Bayer Leverkusen, Eintracht Frankfurt og félög úr ensku úrvalsdeildinni eru einnig sögð horfa til hans.
Athugasemdir