Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti PSG tekur við hlutverki Agnelli hjá ECA
Nasser Al-Khelaifi
Nasser Al-Khelaifi
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í Frakklandi, er nýr formaður ECA (Samtök félaga í Evrópu) en samtökin staðfestu þessar fregnir í gær.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur gegnt hlutverkinu síðustu ár en hann hefur verið í stjórn samtakanna frá 2012.

Hann sagði starfi sínu lausu er Juventus ákvað að ganga í Ofurdeildina en Paris Saint-Germain hafnaði tilboðinu um að ganga í deildina.

Það gaf því Al-Khelaifi á að taka við starfinu og var tilkynnt í gær að hann væri nýr formaður samtakanna.

Al-Khelaifi er einnig í framkvæmdarstjórnarnefnd UEFA auk þess sem hann er í framkvæmdarstjórnarnefnd FIFA fyrir HM sem fer fram í Katar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner