Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mán 22. apríl 2024 23:45
Elvar Geir Magnússon
„Engin undankomuleið fyrir Ten Hag“
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Chris Sutton.
Chris Sutton.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sparkspekingur BBC, segist sannfærður um að stjóratíð Erik ten Hag hjá Manchester United muni ljúka í sumar.

United komst í úrslitaleik FA-bikarsins á sunnudag en þurfti að fara í gegnum vítakeppni til að komast í gegnum B-deildarlið Coventry, þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Manchester United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sextán stigum frá topp fjórum, og féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég sé enga undankomuleið fyrir Ten Hag. Það er að koma að endalokum hjá honum,“ sagði Sutton í hringborðsumræðum í breska ríkisútvarpinu í kvöld.

„Eftir leikinn gegn Coventry er fólk að ræða um skiptingar Ten Hag en enginn gat séð fyrir þetta hrun hjá United. Frammistaðan í lokin var lýsandi fyrir Manchester United á tímabilinu, þeir misstu algjörlega stjórn. Það hefur verið vandamálið allt tímabilið."

TeamTalk segir að samkvæmt heimildum sínum sé Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, efstur á óskalista stjórnanda Manchester United yfir næsta stjóra.
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner