Ollie Watkins, framherji Aston Villa, byrjar á bekknum þegar liðið heimsækir Man City í kvöld.
Watkins hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu að undanförnu en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Newcastle um helgina. Þar skoraði hann og lagði upp í 4-1 sigri.
Watkins greindi frá því eftir leikinn gegn Newcastle að hann hafi verið brjálaður að hafa byrjað á bekknum í báðum leikjunum gegn PSG.
„Við munum reyna stjórna leiknum. Man City er auðvitað á góðu skriði. Það eru margir leikir eftir, þetta er ekki úrslitaleikur," sagði Unai Emery fyrir leikinn í kvöld. Aston Villa getur stokkið upp í 4. sætið, upp fyrir Man City með sigri.
„Við undirbjuggum okkur svona. Leikurinn er 90 mínútur," sagði Emery spurður út í þá ákvörðun að velja Marcus Rashford fram yfir Watkins í liðið.
Athugasemdir