Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lofar að fá Yaya Toure til Vasco ef hann vinnur forsetakosningarnar
Yaya Toure í leik með Manchester City gegn Aston Villa á Laugardalsvelli
Yaya Toure í leik með Manchester City gegn Aston Villa á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Levin Siano ætlar sér stóra hluti ef honum tekst að vinna forsetakosningar hjá brasilíska knattspyrnufélaginu Vasco De Gama en Yaya Toure mun ganga til liðs við félagið.

Í fyrsta sinn í sögunni fara fram forsetakosningar hjá Vasco De Gama en Siano þykir afar sigurstranglegur.

Hann hefur lofað því að fá Yaya Toure til félagsins og staðfestir leikmaðurinn að hann ætli sér að spila fyrir Vasco ef Siano vinnur.

„Ég vil þakka Leven fyrir að leyfa mér að vera með í þessu verkefni og ég get ekki beðið eftir að sjá alla stuðningsmenn Vasco. Þetta verður Vasco," sagði Toure í myndbandi sem Leven birti á Instagram.

Toure spilaði síðast í kínversku B-deildinni en hann er 37 ára gamall. Forsetakosningarnar hjá Vasco fara fram síðar á þessu ári og myndi því Toure ekki byrja að spila fyrr en árið 2021 ef allt gengur að óskum.

Yaya Toure hefur spilað fyrir félög á borð við Mónakó, Barcelona og Manchester City en hann var gríðarlega mikilvægur hjá City á Englandi og átti stóran þátt í uppgangi félagsins frá 2010 til 2018.
Athugasemdir
banner
banner