Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. maí 2022 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Íslensku gulldrengirnir í viðtali: Það er partí á eftir!
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar hefur verið frábær eins og Ísak í meistarariðlinum
Hákon Arnar hefur verið frábær eins og Ísak í meistarariðlinum
Mynd: Getty Images
Íslensku drengirnir í danska liðinu FCK fögnuðu danska meistaratitlinum með liðinu í dag eftir 3-0 á Álaborg í síðustu umferð dönsku deildarinnar í dag.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu báðir í leiknum og hjálpuðu liði sínu að vinna deildin í ár.

Skagamennirnir voru hreint út sagt frábærir í meistarariðli deildarinnar og gerðu báðir þrjú mörk en þeir mættu í viðtal eftir sigurinn í dag.

„Það er miklu skemmtilegra að vera meistari í Danmörku," sagði Ísak er hann var spurður hvort það væri skemmtilegra að vinna dönsku eða íslensku deildina.

„Þetta er frábært að skora hérna fyrir framan 35 þúsund áhorfendur og mark sem skipti máli og við gátum keyrt á þá," sagði Hákon um mark sitt.

„Það er partí á eftir. Við förum út að borða og svo er það bara partí. Ég mun aldrei gleyma þessum degi, þetta er hreinlega bara ótrúlegt," sagði Hákon ennfremur.

Ísak bætti svo við og sagði að stefnan væri að gera þetta aftur að ári.

„Það er ótrúlegt að vera partur af þessu liði. Við höfum verið með ótrúlegt lið allt tímabilið og þetta er ólýsanlegt. Það er fínt veður fyrir Bláa lónið á eftir."

„Maður fær þessa tilfinningu í kroppinn að við ætlum okkur að gera þetta aftur. Þetta er geggjað,"
sagði Ísak í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner